Sími 441 5700 / 840 2681

Álfholt

Fréttir af Músahóp og Risaeðluhóp

Við höfum haft nóg að gera í haust og erum búin að vera töluvert á ferðinni. Við fórum í Hörpuna og fengum að sjá og heyra færeyska riddaraævintýrið Veiða vind og svo erum við nýbúin að fara í Þjóðleikhúsið á sýninguna Brúðukistan þar sem Bernd brúðumeistari sagði okkur sjö sögur án orða.

Við höfum líka verið dugleg að fara í Bókasafn Kópavogs þar sem allir hafa fengið að velja bók til að taka með í leikskólann, og á Náttúrufræðistofuna að skoða dýrin og fræðast um þau.

Slökkviðliðið kom og heimsótti elstu börnin í Kópasteini og Undralandi og fræddi okkur um brunavarnir í leikskólanum og á heimilum.


Fréttir frá Blóma og Fiðrildahóp

 Börnin hafa verið að vinna að verkefnum tengd haustinu í skapandi starfi í vinnustundum. Við reynum að fara hvern föstudag samkvæmt Dagskipulagi í gönguferðir. Gaman er að sjá hvað úthald og þol eykst hratt hjá þeim núna og erum við farin að fara í nokkuð langar göngur. Við höfum verið að fara í vináttustundir með Blæ og það er gaman að sjá og heyra hvað börnin eru orðin þjálfuð í að ræða vandamálin sem upp koma tengd verkefninu. Tónlistartímarnir ganga vel og hefur Björg verið að leggja áherslu á haustþema og "gamalt" íslenskt efni. Einnig leggjum við inn sérstök vinnáttu lög þessa dagana, sem sungin verða í vinnáttugöngunni 8.nóv.
Meira frá okkur á næstunni, kveðja Gerður.

Þá er veturinn vel á veg kominn og allt gengur vel hjá okkur.

Lesa meira

Haustönnin 2017.

Gerður Rós og Sigríður eru deildarstjórar á Álfholti í vetur.  Með þeim starfa: Sissa, Esther, Anna María, Hulda Hrönn, Hlín og Elín.  Tveir árgangar eru í vetur.  Starfið er farið af stað og kynning fyrir foreldra verður 26.sept. nk. /nánar síðar.


Júní

Nú fer skipulagt skapandi starf að minnka og við förum að einbeita okkur af sumrinu, þá mun útivera verða mun meiri en í vetur.

Tónlist, Blær og vinnustundir eru komin í sumarfrí og hefur sumarskólinn tekið við. Í sumarskólanum er margt skemmtilegt í boði fyrir börnin og eru nánari upplýsingar um hann á deildum leikskólans.

Sumarhátíð foreldrafélagsins og leikskólans gekk mjög vel og var frábært að sjá góða mætingu þrátt fyrir veður. Allir skemmtu sér vel yfir skemmtiatriðum frá Sirkus Íslands og í lokin bauð foreldrafélagið uppá svala og pulsur handa öllum.

Útskriftaferð elsta hóps var einnig í júní og fórum við í Hlíðagarð í ratleik og fleirra skemmtilegt. Við fengum flott veður og krakkarnir og kennarar skemmtu sér vel.

Við minnum á sumarlokun, en leikskólinn er lokaður frá kl: 13:00 þann 7.júlí og við opnum aftur kl:13:00 þann 8.ágúst.

Höfum gaman saman

Gleðlegt sumar

Sumarkveðja
Álfholt