Sími 441 5700 / 840 2681

Álfholt

Haustönnin 2017.

Gerður Rós og Sigríður eru deildarstjórar á Álfholti í vetur.  Með þeim starfa: Sissa, Esther, Anna María, Hulda Hrönn, Hlín og Elín.  Tveir árgangar eru í vetur.  Starfið er farið af stað og kynning fyrir foreldra verður 26.sept. nk. /nánar síðar.


Júní

Nú fer skipulagt skapandi starf að minnka og við förum að einbeita okkur af sumrinu, þá mun útivera verða mun meiri en í vetur.

Tónlist, Blær og vinnustundir eru komin í sumarfrí og hefur sumarskólinn tekið við. Í sumarskólanum er margt skemmtilegt í boði fyrir börnin og eru nánari upplýsingar um hann á deildum leikskólans.

Sumarhátíð foreldrafélagsins og leikskólans gekk mjög vel og var frábært að sjá góða mætingu þrátt fyrir veður. Allir skemmtu sér vel yfir skemmtiatriðum frá Sirkus Íslands og í lokin bauð foreldrafélagið uppá svala og pulsur handa öllum.

Útskriftaferð elsta hóps var einnig í júní og fórum við í Hlíðagarð í ratleik og fleirra skemmtilegt. Við fengum flott veður og krakkarnir og kennarar skemmtu sér vel.

Við minnum á sumarlokun, en leikskólinn er lokaður frá kl: 13:00 þann 7.júlí og við opnum aftur kl:13:00 þann 8.ágúst.

Höfum gaman saman

Gleðlegt sumar

Sumarkveðja
Álfholt

Maí

Nú höfum við kvatt páskanna og tökum vel á móti maí. í maí mánuðinum verður mikið fjör og mikið gaman, það sem verður á döfinni hjá okkur er:


11.maí - Vorhátíð "komdu að leika"
                Þá er foreldrum boðið að koma og kynna sér starfið og skoða listaverkin hjá börnunum. Það verður flæði mikki deilda og er því hægt að labba um allan skólann og skoða, ekki gleyma kjallaranum þar sem listaskálinn og bókasafnið er staðsett.

19. maí - Umferðaskólinn - (bara útskriftahópurinn)
- Umferðaskólinn heimsækir Álfholt og mun verða með fræðslu fyrir útskriftahóp (skýjahóp og regnbogahóp).


24. maí - Kópagleði
- Útskriftahátíð elstu barnanna á Álfholti. Foreldrum elstu barnanna er boðið í leikskólann kl 15:00 þar sem útskriftahópurinn mun flytja ýmis glæsileg atriði til skemmtunar. Eftir á verður boðið uppá brauðbollur og sólskynsdrykk inn á deild.

25. maí - LOKAÐ; Uppstigningardagur.

26.maí - LOKAÐ; Starfsdagur.

27. maí - (laugardagur) Sveitaferð
Sveitaferð í boði foreldrafélagsins. Við eigum pantað að Bjarteyjarsandi. Skráning á forsíðu Kópasteins.Í lok apríl tókum við þátt í barnamenningarhátíðinni, við fórum og sáum tónverk sem heitir Dúó Stemma, fórum á upplestur úr bókinni um selinn Snorra á bókasafninu og skoðuðum okkur um á náttúrugripasafninu.

Eins og sjá má á dagatalinu mun verða viðburðaríkur mánuður hjá okkur.

Höfum gaman saman

Kveðja Álfholt

Apríl

Barnamenningarhátíð
vikan 25 - 30 apríl

Fimtudagurinn 27.apríl
Þennan dag mun ljósmyndari koma og taka einstaklingsmyndir af börnunum sem og hópmyndir af deildunum.

Sumardagurinn fyrsti
Þann 20. apríl er sumardaginn fyrsti og er þá leikskólinn lokaður. Óskum við öllum gleðilegs sumars og sjáumst hress á föstudaginn 21.apríl. 


Páskar
Nú eru páskarnir handan við hornið og við skelltum okkur í páskaskrautagerð. Unnið var með marga fallega liti og var útkoman verulega falleg.Framundan hjá okkur á Álfholti í apríl er heimsókn í tónlistarhús Kópavogs og er það í samvinnu við Barnamenningarhátíðina. stefnan er að fara á föstudeginum 28.apríl. Einnig er hópmyndataka í apríl sem mun fara fram þann 27.apríl.


Við á Álfholti viljum óska öllum gleðilegra páska og vonum að þið njótið ykkar sem allra best.

Vikan eftir páska er einnig stutt vika þar sem sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn 20. apríl og tökum við á móti sumrinu með bros á vör og óskum ykkur gleðilegs sumars.

Höfum gaman saman

Kveðja
Álfholt