Sími 441 5700 / 840 2681

Dvergholt

September 2017

Þá er aðlöguninni lokið hjá okkur á Dvergholti og er starfið á deildinni komið á fullt skrið.

Við förum út að leika á hverjum degi þegar veður leyfir og njóta börnin sín ávallt vel í útiverunni.

Börnin hafa verið að spreyta sig í regnbogaherberginu og hafa þau helst verið að mála og líma.Við fengum mjög skemmtilega gesti í heimsókn í byrjun mánaðar, en María systir Auðar kom með kanínur til okkar og vakti það mjög mikla lukku. Börnin voru mjög áhugasöm og fengu þau sem vildi að halda á kanínuungunum.Kær kveðja,

Dvergholt


Ágúst 2017

Aðlögunin á Dvergholti fer senn að ljúka og hefur hún gengið vel. Börnin eru að aðlagast dagsskipulaginu á deildinni og hvort öðru og hefur það gengið vel. Þau una sér vel í leik saman og finnst þeim öllum mjög gaman í útiverunni.

Vetrarstarfið er farið af stað á deildinni og fer skapandi starf af stað í næstu viku. Við komum til með að leggja áherslu á haustið til að byrja með og vinnum skemmtileg verkefni tengt þeirri árstíð og þeim breytingum sem verða á náttúrinni á þessum árstíma.Haustkveðja,

Dvergholtskonur.

Lesa meira