Sími 441 5700 / 840 2681

Dvergholt

Ágúst 2017

Aðlögunin á Dvergholti fer senn að ljúka og hefur hún gengið vel. Börnin eru að aðlagast dagsskipulaginu á deildinni og hvort öðru og hefur það gengið vel. Þau una sér vel í leik saman og finnst þeim öllum mjög gaman í útiverunni.

Vetrarstarfið er farið af stað á deildinni og fer skapandi starf af stað í næstu viku. Við komum til með að leggja áherslu á haustið til að byrja með og vinnum skemmtileg verkefni tengt þeirri árstíð og þeim breytingum sem verða á náttúrinni á þessum árstíma.Haustkveðja,

Dvergholtskonur.

Febrúar 2017

Daglega starfið á deildinni er á svipuðum nótum og það var fyrir áramót, við erum dugleg að syngja í samverustundum og

höfum gaman saman. Á bóndadaginn héldum við þorrablót og fengu börnin að smakka hefðbundinn þorramat. Í tilefni dagsins voru börnin búin að gera sín eigin þorrahöfuðföt. 

 Undanfarið höfum við verið að skoða Krumma og gerðum skemmtilegt verkefni í vinnustund um Krumma. Föstudagar í febrúar eru helgaðir jóga og hafa börnin tekið virkan þátt og þótt mjög gaman. Útiveran hefur spilað stóran sess í daglegu starfi síðustu daga og una börnin sér vel í útiveru.


Kveðja Dvergholt

Haustið 2016.

Aðlögun á Dvergholti er lokið og er starfið á deildinni komið á fullt skrið. Á Dvergholti eru 12 börn og hefur þeim gengið vel að aðlagast hvort öðru sem og okkur starfsfólkinu á deildinni. Þau una sér vel í leik saman og þeim finnst öllum mjög gaman í útiverunni. Útiveran og skapandi starf er stór hluti af starfinu okkar á deildinni sem og frjálsi leikurinn. Aðaláherslan hjá okkur um þessar mundir er haustið og þær breytingar sem verða á náttúrunni á þessum árstíma.

Kær kveðja,

Dvergholtskonur


Mars 2016

Frá Dvergholti er allt gott að frétta. Fjölmenningardagarnir hafa verið skemmtilegir og  fjölbreyttir hjá okkur á leikskólanum. Við höfum verið að syngja lög frá ýmsum löndum, fengið að skoða hluti sem börnin á Kópasteini komu með að heiman frá ólíkum menningarheimum. Að ógleymdum matnum, en síðustu daga höfum við fengið að kynnast matarmenningu ólíkra landa.

Við erum búin að vera dugleg að fara út síðustu daga og reynum að nýta hvert tækifæri til að komast út að leika. Börnin njóta sín vel og eru dugleg að leika sér í útiverunni. Vonum svo sannarlega að hlýindin haldi áfram og vorið fari að láta sjá sig.

Við erum einnig búin að vera dugleg í skapandi starfi undanfarna daga. Börnin gróðursettu grasfræ í mold og hafa verið að föndra páskaskraut síðustu daga.

Við á Dvergholti ætlum að halda áfram að hafa gaman saman og njóta samverunnar.


Páskakveðja,

Dvergholtskonur