Sími 441 5700 / 840 2681

Hulduholt

Október 2017

Við á Hulduholti erum búin að vera æfa okkur rosa mikið að sitja kyrr við matarborðið og að borða með gaffli. Allir hafa verið mjög dugleg að æfa sig og gengur vel í matartímanum. Við erum líka búin að vera dugleg að fara út að leika og hefur það verið einkar gaman að leika í rigningunni og hoppa í pollum.


Í hverjum mánuði er flæði á leikskólanum. Þá er opið á milli deilda og börnin geta labbað á milli og skoðað og leikið sér. Við á Hulduholti tókum þátt í fyrsta skipti í flæðinu núna í október og gekk það vel og börnin skemmtu sér mjög vel.

Haustverkefnin gengu vel og eru komin upp á vegg hjá okkur. Nú förum við að fara skipta yfir í vetraverkefnin og jólaföndrið.
                               

  

                                
Höfum gaman saman

Kveðja
Hulduholt


September 2017

Heil og sæl

Í ágúst og september voru 12 ný börn í aðlögun á Hulduholti, 4 börn 2015 og 8 börn 2016 og er því hópurinn ungur.
Þegar aðlögun lauk um miðjan september einbeittum við okkur að því að koma börnunum vel fyrir og að þeim liði sem best á þessum nýja stað. Vetrar- og skapandi starf var sett á bið á meðan börnin hafa náð að aðlagast betur og þekkja umhverfið sitt nánar. Aðlögun gekk vel og una börnin sér vel í leik inni sem og úti.

Í enda september, byrjun október vorum við komin í ágæta rútínu. Á mánudögum förum við eftir ávaxtastundina í sameiginlega söngstund með öllum leikskólanum og eru börnin mjög hrifin af því og skemmta sér vel. Inná deild syngjum við sjálf mjög mikið, bæði í samverustundum og í leik.
Hægt og rólega erum við að koma dagskipulagi í gang og erum við byrjuð á nokkrum vetrarverkefnum sem munu að sjálfsögðu fara uppá vegg hjá okkur.

Höfum gaman saman

Kveðja
Hulduholt

Hulduholtið á haustönn 2017.

Ingibjörg /Sísí tók við deildarstjórn á haustönn á Hulduholti.  Hún starfar með Henný, Andreu og Önnu Diljá (sem er líka á Dvergholti).  Á deildinni eru 12 börn í vetur, 4 fædd 2015 og 8 fædd 2016.  Deildin er því ung !  Aðlögun er enn í gangi. Meira síðar! 

Febrúar - Mars 2017

Mikið fjör er búið að vera hjá okkur í febrúar og það sem af er mars. Í febrúar fylltist allt af snjó og áttum við erftt með að fara út fyrstu dag eftir það. En börnin er mjög dugleg og fundu sér leið til að leika þrátt fyrir mikinn snjó. Í febrúar var hefðbundin dagskrá á Bolludag og Sprengidag. 

Mars byrjaði með miklu fjöri á Öskudag og var gaman að sjá að öll börn mættu í búningi og skemmtu sér vel. Við höfðum dansiball með börnum og starfsfólki af Dvergholti og eftir dansinn fengu allir að veiða poka með smá snakki í. Núna síðustu tvær vikur höfum við verið með fjölmenningarvikur, við höfum skoðað landakort, sungið lög á hinum ýmsu tungumálum og spilað á allskyns hljóðfæri. Einnig fengum við skemmtilega brúðuleiksýningu til okkar um Íslenska fílinn en í þeirri sýningu er fjallað um margbreytileikann. Börnin voru ótrúlega dugleg og sátu kyrr og fylgdust með af aðdáun. 

Kveðja Hulduholt