Sími 441 5700 / 840 2681

Steinholt

Nóvember - Desember

Í nóvember vorum við mikið úti að leika. Börnin sýna mikinn áhuga á Blæ og Lubba. Í lok nóvember byrjuðum við að undirbúa jólagjafir og jólaskraut. 

Í byrjun desember byrjuðum við að æfa jólalög og hefur verið mjög gaman að syngja þau. Tala um jól og jólasveina.                        1. desember byrjuðum við á bókajóladagatali sem heftur verið rosalega gaman. Mikill áhugi er hjá börnunum hvaða bók leynist í pakka dagsins og hver kom með hana er alltaf mikilvægt. Sum börnin bíða spennt eftir að þeirra pakki verði opnaður. Í desember höfum við þurft að vera mikið inni vegna veðurs. Við höfum við náð að skipta hópnum vel upp til að láta öllum líða vel inni. Við höfum lagt Blæ og Lubba til hliðar og einbeitt okkur að dagtalinu og jólasöng í samverum. Ljósadagurinn heppnaðist vel og höfðu börnin mjög gaman af þeim degi. Við fengum líka góða gesti í heimsókn, 2 strákar úr 4. bekk í Kársnesskóla komu og lásu fyrir börnin. 

Október

Í október var mikið um að vera. Allt komst í fastar skorður, dagskipulagið orðið eins og við viljum hafa það. Hópavinna komin vel á stað og allir orðnir vanir og öryggir á deildinni. Blær kom til okkar og kom hann með litla Blæ bangsa fyrir alla. Börnin gerðu hús fyrir sinn Blæ og fá nota bangsan í hvíldinni. Blæ stundir eru einu sinni í viku og hefur sú vinna farið skemmtilega á stað og eru börnin áhugasöm.

Einnig höfum við farið á stað með Lubbi finnur málbein sem er kennsluefni sem kennir stafi og hljóðinn þeirra á skemmtilegan hátt í gengum vísur, sögur, söngva og tákn. Mikill áhugi hefur orðið hjá börnunum á þessu efni og erum við með Lubba stundir einu sinni í viku. 
Á föstudögum höfum  við aðgang að sal skólans og höfum við haft undanfarið ball í hádeginu á föstudögum sem hefur vakið mikla lukku.