Sími 441 5700 / 840 2681

Steinholt

September

Í morgun (4.sept) byrjaði söngstund í sal undir stjórn Bjargar. Það var mikið stuð að venju og allir tók vel undir sönginn. Í vetur verður alltaf söngstund á mánudögum kl 9:10.

Í næstu viku ætlum við að byrja með vinnustundir og fara þá börnin saman í litlum hópum og vinna að ýmsum verkefnum. Við höfum tækifæri á að fara í kjallarann og vinna þar á mánudögum og fimmtudögum og ætlum við að hafa vinnustundir á þeim dögum. Við munum vinna með haustið til að byrja með og vinna verkefni út frá því.

Í vetur munum við síðan vinna með vináttu verkefnið  Blæ og mun ég upplýsa ykkur betur um það verkefni þegar við byrjum. 

En fyrir áhugasama er hægt að lesa um verkefnið hér http://www.barnaheill.is/vinatta/.