Sími 441 5700 / 840 2681

Fréttir

Upp er runninn Öskudagur..............! - 14.2.2018
Það var mikil gleði og eftirvænting að koma í skólann á öskudaginn hjá flestum og hitta vini og félaga.                              Við dönsuðum inni í sal með eldri barnahópnum og inni á Hulduholti með þeim yngri.  Það var gott að fá auka hressingu eftir ballið.


Skólapúlsinn mun senda könnun á foreldra ! - 6.2.2018

Kópavogsbær hefur ráðið Skólapúlsinn til að senda foreldrum miðlæga könnun um viðhorf til leikskólanna.  Foreldrar fá kynningarbréf á næstu dögum með gagnlegum ábendingum.  Nokkru síðar mun könnunin berast rafrænt.  Við hvetjum ykkur gott fólk, til að taka þátt.

Dagur leikskólans, ljós og skuggar og flæði ! - 6.2.2018

Það var gleði hjá börnunum að fara um skólann og hitta vini á öðrum deildum og leika sér með vasaljósin.

Við leitum að fólki á skilavaktir ! - 31.1.2018

Ert þú að leita þér að vinnu með skóla/síðdegis ?

Við leitum að ábyrgum og hæfum einstakling sem getur unnið frá kl. 15.00 til lokunar skólans kl. 16.30. Viðkomandi myndi væntanlega ganga fyrir með sumarstarf í skólanum n.k. sumar.  Ef þú hefur áhuga sendu þá fyrirspurn á netfangið kopasteinn@kopavogur.is