Sími 441 5700 / 840 2681

Álfholt

Fréttir af Álfholti 2017

Síðast liðin haustönn gekk vel og voru mörg fjölbreytt verkefnin unnin. Verkefnin voru ýmis í hóp eða einstaklings og voru verkefnin hver af öðrum glæsilegri.

Nýtt ár, ný önn.

                        

                             

 

Desember mánuður var fjörugur og viðburðaríkur hjá okkur. Foreldrum var boðið í kakóstund inn á deild með börnunum og komu tveir jólasveinar í heimsókn og sungu með okkur nokkur lög. Árlega jólaballið okkar heppnaðist mjög vel og skemmtu börnin og starfsfólkið sér vel. Starfsfólk flutti einnig leiksýningu fyrir börnin um gömlu jólasveinana sem vakti mikla lukku hjá þeim.

                      

  

Á nýja árinu sem hafið er urðu breytingar á starfsmannahópnum á deildinni. Lukka sem var deildastjóri ásamt Siggu er farin til annarra starfa og kom Sísí og tók við deildastjórastöðunni ásamt Siggu. Á nýju önninni verður unnið að fjölbreyttum þemaverkefnum og efla börnin til að hafa sjálfstraust til þess að fara eigin leiðir. Útskriftahópur Álfholts 2017 er að vinna einnig að ýmsum skemmtilegum verkefnum sem munu fylgja þeim við útskrift.

Höfum gaman saman og fögnum fjölbreytileikanum
Hlökkum til samvinnu á nýju önninni sem er að hefjast.

Kveðja Álfholt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica