Sími 441 5700 / 840 2681

Álfholt

Fréttir frá Blóma og Fiðrildahóp

Þá er veturinn vel á veg kominn og allt gengur vel hjá okkur.

 Börnin hafa verið að vinna að verkefnum tengd haustinu í skapandi starfi í vinnustundum.
Við reynum að fara hvern föstudag samkvæmt Dagskipulagi í gönguferðir. Gaman er að sjá hvað úthald og þol eykst hratt hjá þeim núna og erum við farin að fara í nokkuð langar göngur.
Við höfum verið að fara í vináttustundir með Blæ og það er gaman að sjá og heyra hvað börnin eru orðin þjálfuð í að ræða vandamálin sem upp koma tengd verkefninu.
Tónlistartímarnir ganga vel og hefur Björg verið að leggja áherslu á haustþema og "gamalt" íslenskt efni. Einnig leggjum við inn sérstök vinnáttu lög þessa dagana, sem sungin verða í vinnáttugöngunni 8.nóv.

Meira frá okkur á næstunni, kveðja Gerður.

  


Þetta vefsvæði byggir á Eplica