Sími 441 5700 / 840 2681

Hulduholt

Júní 2018

Í júní byrjaði íþrótta- og sumarskóli, sem er í hverri viku. Þá eru fjölbreytileg og skemmtileg tilboð í gangi fyrir börnin. Í sumarskólanum hefur meðal annars hefur verið boðið uppá orminn, fallhlíf, vatnsliti, trönulist, sullstöð, sápukúlur og margt fleira. Íþróttaskólinn hefur verið að bjóða upp á fótbolta, körfubolta, jafnvægisslá, grjónakast, hringakast og margt fleira.

 HM setti lit á hefðbundna daga hjá okkur og voru við með þemaliti á keppnisdögum hjá Íslandi, og auðvitað voru litirnir blár, hvítur og rauður. Börnin skemmtu sér vel og æfðum við í söngstund að klappa í takt og syngja áfram Ísland J

 


Sólin hefur ekki mikið verið að láta sjá sig en við látum það ekki stoppa okkur og förum út eins mikið og veðrið leyfir. Hefðbundin vinnustund og söngstund hafa lokið á þessari önn og mun byrja aftur eftir sumarfrí.

 Minnum á sumarlokun:

Leikskólinn er lokaður frá kl. 13:00 á miðvikudaginn 11.júlí og opnar aftur kl.13:00 fimmtudaginn 9.ágúst

 
Höfum gaman saman

Vonandi eigið þig yndislegt sumarfrí og sjáumst hress aftur í ágúst J

 

 

Sumarkveðja

Hulduholt

Maí 2018

Þann 9. maí var Vorhátíð leikskólans, þá buðum við foreldrum og forráðamönnum í ávexti og gátu skoðað verk barnanna inná öllum deildum. Hátíðin gekk mjög vel og þegar henni var lokið fórum við öll út að leika.


Maí mánuður hefur verið ansi blautur og kaldur og reynum við að fara í útiveru eins og hægt er en stundum er það ekki hægt og þá gerum við margt skemmtilegt í inniveru í staðin og reynum við að hafa ágætis hreyfingu úr þeim leikjum. Í maí náðum við í trampólínið okkar og settum tónlist á og dönsuðum og hoppuðum. Við vorum að leira, lita, kubba og margt margt fleira skemmtilegt. Við fórum í bíó í salnum með Dvergholti og var það mjög notarlegt.


Þegar líða fór á maí mánuðinn fór veðrið aðeins að hlýna og sólin að skína. Þá skelltum við okkur í göngutúr á ærslabelginn við Gerðarsafn. Þegar við vorum búin að hoppa skelltum við okkur á sædýrasafnið sem vakti mikla gleði. Þar skoðuðum við mús, fiska, krabba,fugla,seli og margt margt fleira áhugavert og skemmtilegt.

Þann 31. maí var rýmingaræfing sem gekk mjög vel.

 

Höfum gaman saman

 

Kveðja

Hulduholt

 

Apríl 2018

Í apríl skemmtu við okkur mikið með þrautabrautina og orminn. Góð og skemmtileg hreyfing sem öll börn gátu fundið eitthvað við hæfi. Einnig fórum við oft í boltaleiki með upp blásnum boltum sem vakti mikla kátínu í barnahópnum.
Í inniveru settum við upp smíðaverkstæði með allskonar skemmtilegum verkfærum og gátu börnin gleymt sér í góðum leik. Ljósaborðið var tekið upp og lékum við okkur með ljós 

og skugga og sýndu börnin mikinn áhuga og gleði. 

                                     

                                                                                                                          Heimskortið, stafróið og tölustafir skreyta veggina inn á deild og eru börnin að daga.skoða og læra alla 
Í útiveru lékum við okkur í rigningunni, mála, drullumalla, róla og renna. Mikið gaman og mikil gleði. Í holtinu má finna hinar ýmsu skordýr og sáum við meðal annars orma, köngulær og bjöllur. 

Höfum gaman saman

 

Kveðja

Hulduholt


Mars 2018

Mars lagðist vel í okkur á Hulduholti.

Við fórum mikið út að leika, lékum mikið í rigningunni og sulluðum í vatninu. Drullumölluðum, máluðum með vatni, skelltum okkur í göngutúr um holtið og margt margt fleira. Í inniveru vorum við með búninga sem við lékum okkur með, héldum matarboð fyrir  dúkkurnar, púsluðum skemmtileg púsl og sungum mörg skemmtileg lög og skoðuðum stafina í stafrófinu.

Við héldum einnig mjög skemmtilegan dótadag, þá komu börnin með eitt dót af heiman og léku sér með vinum sínum í leikskólanum.


 


Vonandi eigið þig yndislegar stundir í páskafríinu og sjáumst hress í Apríl.

Gleðilega páskaHöfum gaman saman

 

Kveðja

HulduholtÞetta vefsvæði byggir á Eplica