Erla Vigdís kveður

Erla er ötull talsmaður umhverfismála í skólanum og á hugmynd af mörgum skemmtilegum verkefnum sem eru hluti af þema skólans í dag s.s. flag í fóstri (foreldrar barna hjá okkur kannast við það orðatiltæki ¿ þá er sáð grasfræjum í dall svo úr verði myndarleg þúfa, sem fer svo í flag í holtinu).
Erlu er umhugað um málörvun og hefur unnið ötullega með Lubba í seinni tíð ásamt öðrum kennurum skólans. Þá hafa börnin notið þess að sitja í loðtöflusögustund hjá Erlu en þeirri hefð hefur hún haldið á lofti í starfinu ásamt mörgu öðru fróðlegu.
Við þökkum Erlu fyrir frábært samstarf og umhyggju fyrir skólanum okkar alla daga og óskum henni alls góðs í framtíðinni.
Fréttamynd - Erla Vigdís kveður Fréttamynd - Erla Vigdís kveður

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn