Blár dagur

Við minnum á BLÁA DAGINN, sem við höldum hátíðlegan um land allt föstudaginn 9. apríl n.k. Þá eru vinnustaðir og skólar hvattir til að mæta bláklædd þann daginn og sýna þannig stuðning. 
Við mælum með allskonar bláum litum til að endurspegla það fjölbreytta litróf sem einhverfir lifa á. #blarapril

Við hvetjum alla til að sýna fræðslumyndböndin um Dag og Maríu en þau má finna á www.blarapril.is - horfa á þau saman og spjalla saman um fjölbreytileikann -  fræðast um einhverfu og sýna einhverfum stuðning og samstöðu.
 
Við þökkum fyrir stuðninginn og hlökkum til að sjá ykkur sem flest í bláu föstudaginn 9. apríl. Stöndum saman og fögnum fjölbreytileikanum. #blarapril
 
 Góða skemmtun á bláa daginn! #blarapril