Skólastarfið
Í leikskólanum er lögð áhersla á að samstarf heimilis og skóla byggi á gagnkvæmum skilningi og virðingu fyrir viðhorfum og þekkingu hverra annarra. Samstarf þetta byggir á þeirri forsendu að foreldrar beri meginábyrgð á uppeldi barna sinna. Mikilvægt er að þessir aðilar geti treyst hver öðrum, deilt sjónarmiðum sínum og tekið sameiginlegar ákvarðanir er varða börnin. Leikskólinn kappkostar að mæta þörfum barna og foreldra eins og tími og starfsmannahald leyfir hverju sinni.  Leikskólakennarar skipuleggja starfsemi deildar og starfsmannahald út frá viðveru barna.  Foreldrar eru aðal uppalendur barna sinna, leikskóladvölin er viðbót, þar sem meðal annars er unnið með barnið í hópnum.  Við viljum auðvelda foreldrum þátttöku í starfsemi skólans m.a. með því að bjóða tímasetningar á viðburðum eins og kynningarfundum á starfi deilda og vorhátíð að morgni.

Í leikskólanum dvelja börn frá 1 árs til 5 ára. Frá haustinu 2016 munu dvelja 73 börn í skólanum á fjórum deildum.