Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna

 

Lyf á leikskólatíma

Í samráði við landlæknisembættið var sú vinnuregla sett í leikskólum Kópavogsbæjar á vorönn 2018, að kennarar gæfu börnum ekki lyf á leikskólatíma. Landlæknisembættið sendi fyrirmæli á allar heilsugæslustöðvar og hvatti lækna að ávísa lyfjum til leikskólabarna þannig að hægt væri að gefa lyf fyrir skóla og þegar komið væri heim úr skóla.

Í undantekningartilfellum þarf að gefa lyf á leikskólatíma og þurfa foreldrar að ræða sérstaklega við deildarstjóra vegna þess.