Stjórn foreldrafélagsins 2018-2019:

Þórhildur Guðsteinsdóttir formaður
Steinunn Skúladóttir gjaldkeri
Sibille Von Löwis meðstjórnandi
Þórdís Björt Sigþórsdóttir meðstjórnandi
Bryndís Eiríksdóttir meðstjórnandi
Gerður Rós Axelsdóttir deildarstjóri tengiliður frá leikskólanum
Fundir eru haldir eftir þörfum og eru opnir félagsmönnum

 

Fundargerðir

Fundargerð frá aðalfundi 27.09.18
Farið yfir ársskýrslu gjaldgera. Árskýrslan samþykkt. Breytingartillögur á dagskrá ræddar. Stærsti kostnaðarliðurinn var jóga. Rætt um að taka inn danskennslu sem Bergdís er tilbúin að sjá um. Engin ákvörðun tekin en verður rætt á næsta fundi. 

Endurskinsdagur verður ekki innan jóladagskrár. Verður 7. nóvember n.k.

Tillaga um að breyta Sumarhátíð foreldrafélagsins með því að vorhátíð og sumarhátíð séu saman í byrjun maí. Verður athugað og rætt á næsta fundi.

Rætt um systkinaafslátt. Ákveðið var að hafa 25% afslátt fyrir barn nr. 2.

Bryndís Eiríksdóttir kemur inn ný í stjórn.

Foreldrafélagið tekur þátt í kostnaði vegna ýmissa viðburða leikskólans. Einnig stendur félagið fyrir uppákomum fyrir börn og foreldra. Þessir atburðir eru fjármagnaðir með félagsgjöldum en þau renna öll til viðburða sem þessara.

Fyrir börn og foreldra:
1) Jólastund í garði leikskólans rétt fyrir jól
2) Útvega endurskinsmerki fyrir öll leikskólabörnin og skipuleggja leit að merkjunum einn rökkurmorgun í garðinum
3) Komu Lilla klifurmús og Hérastubbs bakara á afmælishátíð skólans
4) Skipuleggja sveitaferð og bjóða uppá meðlæti

Fyrir börnin á leikskólatíma:
1) Að fá leiksýninguna Pönnukakan hennar Grýlu
2) Leigt hoppukastala fyrir börnin að vori
3) Fá Leikhópinn Lottu (Hrói söngvasyrpa)
4) Að kaupa vísindadót, smásjá, dropateljara, Vísindabók Villa o.fl. fróðlegt
5) Gefa leikskólanum spjaldtölvu sem notuð er við leik og kennslu í skólanum
6) Styrkja ferð elstu barnanna sem voru að kveðja leikskólann og fara í skóla um haustið
7) Kaupa sólarvörn fyrir börnin

Athugið. Dagskrá hvers árs er aldrei alveg eins.  

Í foreldrafélaginu í s.l. vetur voru eins og sjá má á heimasíðu Kópasteins:

 • Fundir eru haldir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og eru opnir félagsmönnum.
 • Gjaldið er 5.500 krónur á barn.
 • Foreldrum er velkomið hafa samband við gjaldkera til að skipta og semja um greiðslur eða láta vita ef kröfur hafa birst í heimabanka þess foreldris sem ekki fer með fjármálin.

Óskar og Katrín eru nú að kveðja foreldrafélagið og þökkum við þeim fyrir vel unnin störf. Þeir sem vilja bjóða sig fram til að taka þeirra sæti í félaginu hafi vinsamlegast samband við Guðdísi aðstoðarleikskólastjóra. guddis@kopavogur.is

Með kveðju,

Foreldrafélag Kópasteins

 

Lög Foreldrafélags Kópasteins

1. gr.
Félagið heitir Foreldrafélag Kópasteins.

2. gr.
Félagsaðild eiga allir foreldrar/forráðamenn barna við leikskólann Kópastein.

3. gr.
Félagið er samstarfsvettvangur foreldra/forráðamanna sem eiga börn á leikskólanum. Markmið félagsins er að:

 • stuðla að velferð barnanna og leggja hagsmunum þeirra lið
 • efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks leikskólans
 • styðja heimili og leikskóla við að skapa börnunum góð uppeldis‐ og þroskaskilyrði

4. gr.
Stjórn félagsins er skipuð fimm félagsmönnum þ.e. formanni, gjaldkera, ritara og tveimur meðstjórnendum. Kosning til stjórnar félagsins fer fram á aðalfundi. Í stjórn félagsins eru foreldrar af hverri deild leikskólans auk eins leikskólakennara sem er tengiliður félagsins við leikskólann. Æskilegt er að hver fulltrúi sitji tvö ár í senn. Aldrei skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn í einu. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en mánaðarlega. Í upphafi skólaárs er ákveðinn reglulegur fundartími stjórnar. Dagleg umsjón félagsins annast stjórn félagsins.

5. gr.
Aðalfundur er haldinn einu sinni á ári, fyrir lok september. Fundir foreldrafélagsins eru opnir öllum félagsmönnum.Á aðalfundi fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Þar skal taka eftirfarandi fyrir:

 1. Skýrsla stjórnar þar sem farið er yfir helstu viðburði liðins starfsárs.
 2. Ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
 3. Tillaga stjórnar um áherslur á næsta starfsári.
 4. Kosning nýrrar stjórnar.
 5. Félagsgjald ákveðið með tilliti til áherslna fyrir næsta starfsár.
 6. Önnur mál.

6. gr.
Félagsgjald skal innheimt einu sinni á ári, fyrir hvert barn. Aðalfundur ákveður
fjárhæð félagsgjalds. Leggist félagið niður gengur sjóður félagsins til leikfangakaupa fyrir
leikskólann.

7. gr.
Rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið í lok skólaárs til uppákomna eða fræðslu til
foreldra/forráðamanna og barna við leikskólann.

8. gr.
Lögum þessum má breyta á aðalfundum. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á
aðalfundi. Breytingartillögur skulu boðaðar í fundarboði.
Kópavogur, 15. september 2011
F.h. stjórnar Foreldrafélag Kópasteins
Guðrún Ásta Magnúsdóttir formaður
Svava Björk Jónasdóttir gjaldkeri
Þórunn Ragnarsdóttir ritari
Sofie Isuls meðstjórnandi
Guðdís Guðjónsdóttir meðstjórnandi f.h. leikskólans