Kópagleði

Þessi fallegi hópur er að útskrifast frá Kópasteini í sumar. Kópagleði er þeirra hátíð. Þau buðu foreldrum sínum að koma í morgun og fylgjast með þeim flytja skemmtilega dagskrá sem þau hafa verið að æfa með Björgu og Siggu í vor. Þau fengu afhendar sjálfsmyndir og blóm til að gróðursetja heima í tilefni dagsins. Þessi hópur fer síðan í ævintýraferð í Guðmundarlund seinna í vikunni.