Varðandi forritið Völu

Síðastliðið haust tók bærinn í notkun nýtt forrit sem foreldrar og kennarar hafa aðgang að varðandi leikskólann. Forritið býður upp á app fyrir foreldra til að hafa yfirsýn yfir leikskólastarfið. Í appinu er meðal annars hægt að tilkynna forföll, skoða matseðil, viðburði á dagskrá og lesa tilkynningar frá skólanum. Það hefur tekið tíma að tileinka sér nýtt kerfi. Myndir úr starfinu verða aðgengilegar í framtíðinni þarna inni.

Appið heitir Vala Leikskóli (blátt merki), hægt er að nálgast það í Play Store fyrir Android og í App Store fyrir Apple. Til að geta notað appið þarf rafræn skilríki.