Komdu að leika

Föstudaginn 12. maí er vorhátíðin Komdu að leika frá kl: 8:00-10:00.

Á hátíðinni er flæði milli deilda og verður hægt að fara um allan skólann. Ýmis verkefni og leikefni verða í boði á hverri deild. Opið verður í listaskála í kjallara og hægt verður að prófa ýmis hljóðfæri og fleira í salnum. Hægt verður að sjá hvað er í boði á hverjum stað í fataherbergjum deildanna. Á veggjum skólans er afrakstur vetrarstarfsins og gaman að skoða fallegu listaverkin sem börnin hafa skapað.

Dagskrá:
8:00-9:10 - Flæði og listaverkasýning - boðið verður upp á ávexti á deildum.
9:20 - Allir út Lalli töframaður í boði Foreldrafélags Kópasteins.
9:45 - Að leiksýningu lokinni taka starfsmenn við barninu ykkar úti og dagskrá líkur.

Hlökkum til að sjá ykkur
Vorhátíð FOKS 2017 | Síðuskóli