Jóladagskrá Kópasteins

4.desember - Kópasteinn 55 ára. Opnar árið 1964.

6.desember - Söngstund í Kópavogskirkju kl. 9:15 undir stjórn kennara. Þegar við komum í skólann verður flæði. Kaka í kaffinu í tilefni af afmæli skólans.

13.desember - Gestur í garðinn í boði foreldrafélagsins kl. 15.00. Foreldrar klæða barnið sitt og fylgja í garðinum og þiggja veitingar í boði skólans og félagsins. Við syngjum með þeim rauðklædda jólalög

17.desember - Leiksýning í boði foreldrafélagsins fh. í salnum okkar.

18.desember - Gömlu jólasveinarnir í höndum starfsmanna fh. í salnum við lestur á kvæði Jóhannesar í Kötlum.

19.desember - Litlu jólin í salnum fyrir hádegi. Álfholt og Hulduholt kl. 9.30 og Steinholt og Dvergholt kl. 10.10. Hangikjöt og meðlæti í hádeginu. Piparkökur í kaffinu.


Formlegri jóladagskrá er lokið. Við munum sameina deildar milli jóla og nýárs þar sem margir kennarar og starfsmenn eru í fríi á þessum tíma sem og börn. Foreldrar staðfesta mætingu þessa daga þegar nær dregur - nánar síðar!



10.janúar 2020 - Skipulagsdagur, þann dag nýtum við til samtals við foreldra. Börnin eru ekki skólanum þennan dag/closed. Þegar nær dregur fá foreldrar tíma fyrir samtal við kennara barnsins.


Gleðileg jól!