Næsta vetur verða 12 börn hjá okkur og koma þau flest af Hulduholti í ágúst.

Við kveðjum Erlu Maríu og Láru nú í sumar með söknuði,þær hverfa til annarra starfa og náms.

Sumarið hefur verið skemmtilegt, börnin verið kát og tekið þátt í sumarskólanum sem var í júní.

Nokkrir starfsmenn eru þegar farnir í sumarleyfi, en skólinn lokar frá og með 11. júlí nk.

Minnum foreldra á að taka allt heim f. lokun, bæði úr aukaboxi og frammi á salerni.  

Flest börnin okkar eru á leið inn á Steinholt og munum við fylgja þeim þangað fyrstu dagana eftir sumarlokun.

kær kveðja Auður og co.