Sími 441 5700 / 840 2681

Steinholt

Steinholt - Janúar 2019

Nú er allt að komast í sitt eðlilega horf eftir jóladagskrá og frí. Tónlistartímarnir fara vel á stað, það er alltaf gaman að fara í tónlist hjá henni Björgu og læra ný lög og syngja saman. Núna síðustu tvö tíma hefur hún verið að sýna börnunum bók frá Færeyjum um strák sem vill vera riddari og reynir að handsama vindinn. Við bókina er skemmileg tónlist sem lífgar upp söguna.

Lubbi og Blæ mæta aftur í næstu viku og halda áfram þar sem frá var horfið. Skapandistarf fer hægt á stað vegna framkvæmda í kjallara og listaskála skólans en vonandi getum við farið á fullt í ný verkefni á næstu vikum. Við ætlum að einbeita okkur að vináttu í skapandistarfi og nota til þess bók sem heitir Regnbogafiskurinn. Lesa hana og vinna verkefni í kringum hana.

Nú fer þorrinn að koma og við erum að byrja að syngja þorralög. Í febrúar munum við svo fara í danskennslu á fimmtudögum, fjögur skipti, og verður Bergdís danskennarinn okkar. Hlökkum við mikið til læra fullt af skemmtilegum dönsum.

Loksins lét snjórinn sjá sig og er búið að vera mikið fjör í útiveru.Steinholt - Desember 2018

Í desember fannst okkur allt vera frekar rólegt hjá okkur. Börnin í góðu jafnvægi og allir glaðir og ánægðir. Við vorum með bókadagatal sem vakti mikla lukku, takk fyrir að taka þátt í þessu verkefni með okkur.

Við sungum mikið af jólalögum og börnin voru dugleg að læra þau og syngja. Börnin föndruðu öll jólagjöf til að gefa foreldri/um sínum og lögðu þau mikla vinnu í þá gjöf, vonandi voru allir ánægðir með pakkann. ´

Þegar litlu jólin okkar voru var jólamatur og vorum við með tvö langborð sem við skreyttum og höfðum huggulegt. Börnunum fannst þetta mjög skemmtilegt, alltaf gaman að breyta til. Jólaballið gekk mjög vel og voru allir alveg til fyrirmyndar.

Steinholt - Október 2018

Sæl

Á Steinholti hefur verið rólegt síðustu vikur. Nokkur börn hafa farið í frí og eitthvað hefur verið um veikindi hjá börnum. Nú í dag er full mæting og líf og fjör.

Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um haustið og þær veðrabreytingar sem eru núna. Við syngjum um haustið í söngstund og samveru, í vinnustund höfum við verið að búa til listaverk með þurrkuðum laufum og fleira. Við erum líka byrjuð að fara út með afgangs brauð til fuglanna þegar tími gefst.

Í Blæ höfum við rætt mikið um hvað er að vera góður vinur, að það mega allir vera með, það sé gott að sína hugrekki og segja frá ef einhver er að stríða öðrum eða segja stopp þegar einhver er að stríða eða skilja útundan.

Í Lubba höfum við tekið fyrir málhljóðin A, M, B, D og N. Við ætlum að endurtaka þessi málhljóð áður en við höldum áfram.

Í tónlist höfum við fengið að prófa nokkur hljóðfæri t.d. fiðlu og hljómborð.

Minni á að gott er að skoða heimasíðu skólans en þar er að finna á forsíðu atburði sem er framundan í skólanum. (https://kopasteinn.kopavogur.is/)Steinholt- September 2018

Í dag kom bangsinn Blær til okkar. Blær er búinn að vera í sumarfrí í Ástralíu, hann fór þangað í þeim tilgangi að ná í litla Blæ bangsa fyrir þau börn sem voru að byrja á Steinholti.

Gamlir Blæ bangsar og eigendur þeirra voru ánægðir að hittast aftur eftir sumarfrí og börnin sem voru að fá bangsa í fyrsta skipta mjög ánægð og spennt.

Í vetur verðum við síðan með Blæ stundir einu sinni í viku. Í þeim stundum förum við yfir spjöld sem kenna börnunum ýmislegt sem tengist vináttu og hvernig maður á að vera góður við alla. Einnig syngjum við lög, lesum bækur og ýmislegt fleira sem tengist þessu verkefni. 

Hægt er að kynna sér Blæ verkefni hér: https://www.barnaheill.is/is/forvarnir-og-fraedsla/vinatt

Allt hefur gengið nokkuð vel á Steinholti síðustu vikur. Allt hefur farið vel af stað og eru allir hópar byrjaðir að fara í vinnustund og síðan byrja tónlistartímar hjá Björgu von bráðar.001-Medium-_1540824756032Þetta vefsvæði byggir á Eplica