Þá er komin ný heimasíða eftir langt tímabil þar sem við höfum ekki getað sett neitt inn.  Sumarið hefur gengið vel, sumarskólinn var skemmtilegur og við fengum heimsókn frá Götuleikhúsinu.  Börnin hafa verið dugleg í útiveru í góða veðrinu sem hefur verið yndislegt.  Í haust flytja elstu börnin okkar yfir á Álfholtið og inn koma börn af Dvergholti.  Nokkrir starfsmenn eru þegar farnir í sumarleyfi eins og fram hefur komið í póstum frá Bergdísi til ykkar.  Nokkur börn hafa líka farið í frí nú þegar.

Við munum taka upp þráðinn á nýrri heimasíðu í haust.  Hafið það sem best.  Allir á Steinholti.