Stjórn foreldrafélagsins 2022-2023

Bryndís Eiríksdóttir formaður
Þórhildur Guðsteinsdóttir gjaldkeri
Svava Gerður meðstjórnandi
Þórunn Arnardóttir meðstjórnandi
Hilmar Þór Sigurjónsson meðstjórnandi
Bergdís Geirsdóttir deildarstjóri er tengiliður frá leikskólanum


Fundir eru haldir eftir þörfum og eru opnir félagsmönnum

 

Fundargerðir

.

 

Lög Foreldrafélags Kópasteins

1. gr.
Félagið heitir Foreldrafélag Kópasteins.

2. gr.
Félagsaðild eiga allir foreldrar/forráðamenn barna við leikskólann Kópastein.

3. gr.
Félagið er samstarfsvettvangur foreldra/forráðamanna sem eiga börn á leikskólanum. Markmið félagsins er að:

  • stuðla að velferð barnanna og leggja hagsmunum þeirra lið
  • efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks leikskólans
  • styðja heimili og leikskóla við að skapa börnunum góð uppeldis‐ og þroskaskilyrði

4. gr.
Stjórn félagsins er skipuð fimm félagsmönnum þ.e. formanni, gjaldkera, ritara og tveimur meðstjórnendum. Kosning til stjórnar félagsins fer fram á aðalfundi. Í stjórn félagsins eru foreldrar af hverri deild leikskólans auk eins leikskólakennara sem er tengiliður félagsins við leikskólann. Æskilegt er að hver fulltrúi sitji tvö ár í senn. Aldrei skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn í einu. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en mánaðarlega. Í upphafi skólaárs er ákveðinn reglulegur fundartími stjórnar. Dagleg umsjón félagsins annast stjórn félagsins.

5. gr.
Aðalfundur er haldinn einu sinni á ári, fyrir lok september. Fundir foreldrafélagsins eru opnir öllum félagsmönnum.Á aðalfundi fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Þar skal taka eftirfarandi fyrir:

  1. Skýrsla stjórnar þar sem farið er yfir helstu viðburði liðins starfsárs.
  2. Ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  3. Tillaga stjórnar um áherslur á næsta starfsári.
  4. Kosning nýrrar stjórnar.
  5. Félagsgjald ákveðið með tilliti til áherslna fyrir næsta starfsár.
  6. Önnur mál.

6. gr.
Félagsgjald skal innheimt einu sinni á ári, fyrir hvert barn. Aðalfundur ákveður
fjárhæð félagsgjalds. Leggist félagið niður gengur sjóður félagsins til leikfangakaupa fyrir
leikskólann.

7. gr.
Rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið í lok skólaárs til uppákomna eða fræðslu til
foreldra/forráðamanna og barna við leikskólann.

8. gr.
Lögum þessum má breyta á aðalfundum. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á
aðalfundi. Breytingartillögur skulu boðaðar í fundarboði.